Sjálfstæð útgáfa á tónlist. 3. hluti.

Útgáfutónleikarnir á föstudaginn gengu frábærlega. Troðfullt hús og viðtökurnar góðar. Dóttir mín Eyrún söng með mér 2 lög og stóð sig vel. Halli Reynis spilaði með mér auk snillinganna Jóns Hilmars, Malla og Viðars. Sala á diskinum gekk líka vel og var þessu helgi bara frábær í alla staði.

Svo fór ég í Barðsneshlaupið á laugardeginum og skokkaði þessa 27 km og það gekk bara vel. Hver hefði trúað því að ég gæti þetta? Margir voru efins og lái ég þeim það ekki. Það er með þetta eins og svo margt annað, viljinn ber þig hálfa leið og hitt ferðu á þrjóskunni Cool

Nú er ég loksins kominn með dreifingaraðila sem tók mér opnum örmum. Það er Sonet þar sem Óttar Felix ræður ríkjum. Hann er að gefa út Langferðalög með Magga og KK og ætlar að reyna að koma mínum diski í flestar búðir. Það er nú gott að það er í höfn. Ég var búinn að tala við önnur fyrirtæki en þetta líst mér best á. Í sumum ónefndum fyrirtækjum í þessum bransa er ekki svarað í símann svo dögum skiptir. Ekki beint traustvekjandi. 

Síðan sendi ég að sjálfsögðu diska til þeirra sem vilja. Bara að senda póst á bgbros@simnet.is og ég sendi disk um hæl. Ekki hika við það þið sem búið víðsvegar um land. Ég sendi bara innleggsnótu með. Ég treysti ykkur.

Nú erum við að fara norður til Siglufjarðar á Pæjumót, það verður fjör.

kveðja! Guðmundur R.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóley Valdimarsdóttir

Til hamingju með diskinn og góða skemmtun á Pæjumóti.

Kær kv. Sóley 

Sóley Valdimarsdóttir, 7.8.2007 kl. 12:03

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

gooooooood luck

Einar Bragi Bragason., 8.8.2007 kl. 00:35

3 Smámynd: Grétar Örvarsson

Til hamingju með diskinn félagi og gangi ykkur vel á Sigló.

Grétar Örvarsson, 10.8.2007 kl. 02:18

4 Smámynd: Karl Jónsson

Óska þér til hamingju með diskinn Guðmundur, áheyrileg lög þessi tvö sem eru hér á síðunni.

Karl Jónsson, 14.8.2007 kl. 14:15

5 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Ég þakka góðar kveðjur, ótrúlega styrkjandi fyrir sálartetrið að finna alla þessa jákvæðni. Sóley, Einar, Kristjana, Grétar og Karl! Takk fyrir mig.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 16.8.2007 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband