Sjálfstæð útgáfa á tónlist. Fyrsti hluti

Diskurinn minn kom til landsins fyrir viku en erfiðlega gengur að fá hann austur. Mér líður eins og föður sem fær ekki að sjá nýfætt barnið sitt. Halli Reynis snillingur og trúbador er þessa stundina að sækja hann í vöruhúsið og þá nálgast gleðistund! Ég ætla svo að bregða mér til Reykjavíkur á miðvikudag og kynna diskinn fyrir fjölmiðlafólki og freista þess að fá hann spilaðan í útvarpi. Það er jú forsenda þess að hann seljist og fólk viti af honum. Ég gef þennan disk út sjálfur og býst við að dreifa sjálfur. Það er ekki um marga kosti að ræða í þessu sambandi. Stærsta útgáfufyrirtæki landsins sem ræður 65-75% af markaðnum, samkvæmt þeirra heimasíðu, er hætt að dreifa fyrir sjálfstæða útgefendur og er það miður. Reyndar var það svo að ég bauð þeim að heyra plötuna mína þegar hún var nánast tilbúin. En svarið var kurteisilega orðað "nei takk, erum búnir að skipuleggja alla útgáfu þetta árið". Þetta var í apríl. Þeir eru vel skipulagðir fram í tímann, það verður ekki tekið af þeim! Samt skrýtið að vilja ekki hlusta á nýtt efni. Þegar ég var að stíga mín fyrstu skref fyrir 20 árum með Súellen þá voru Steinar Berg og Pétur Kristjáns alltaf til í að hlusta, enda opnir fyrir nýjungum. Er það ekki annars forsenda þróunar?

Fyrir ykkur hin sem ekki eruð búin að loka á nýja tónlist bendi ég á spilarann hér til hliðar. 2 splunkuný lög, njótið!

Kær kveðja,

Guðmundur R


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Já þetta eru furðuleg sjónarmið í dag

Einar Bragi Bragason., 23.7.2007 kl. 16:11

2 identicon

Til hamingju félagi. Þessi tvö lög lofa góður. Ég er búin að láta vini okkar í Sandavogi vita. Gangui þér vel.

Eg. (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 17:19

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Heyrði í þér í útvarpinu um daginn og hlakka til að heyra diskinn þinn.

Kærleikskveðja... 

SigrúnSveitó, 26.7.2007 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband