Kosningabarátta

Það óneitanlega skrýtið að vera ekki í slagnum fyrir þessar kosningar. Ég veit ekki hvort það er rétt hjá mér eða af því að ég er ekki í framboði að mér finnst umræðan vera frekar dauf. Það er varla talað um kosningarnar. Framboðin hafa öll verið að senda bæklinga þar sem sést að skoðanaágreingur framboðanna er lítill. Það kemur svo sem ekki á óvart. Þessi 4 ár sem ég haf starfað sem forseti bæjarstjórnar hafa verið góð að því leyti að allir hafa unnið saman og lítið verið um misklíð.

Ég stend sáttur upp úr mínu sæti og þakka samstarfsfólki öllu fyrir gott starf og góð kynni. Helst vil ég þakka Smára Geirssyni og Guðmundi Bjarnasyni fyrrverandi bæjarstjóra fyrir gott samstarf og vináttu. Einnig vil ég þakka Guðmundi Þorgrímssyni og Helgu Jónsdóttur bæjarstýru góð kynni og farsælt samstarf.

það sem þarf að ræð fyrir þessar kosningar er m.a:

-Nýr Leikskóli í Neskaupstað

-Endurfjármögnun lána. Lengja lánstíma til að skapa svigrúm til framkvæmda. Það er varla hægt að skera mikið meira niður án þess að það bitni á þjónustunni.

-Stjórnsýslan. Breytingar? Samanþjöppun valds á Reyðarfirði eða dreifð stjórnsýsla? Mér finnst skrýtið að ekki sé stafkrókur um þetta hjá B-listanum en Jón Björn oddviti þeirra lét nú aldeilis að sér kveða er skrifstofunni var lokað (hún færð) í Neskaupstað.

-Hugsanlega sala á Hitaveitu Eskifjarðar

-Hugsanleg sala á Rafveitu Reyðarfjarðar

-Hugsanlega sala á Félagslundi á Reyðarfirði (sem ég er á móti)

-Huga þarf sérstaklega að útjöðrum sveitarfélagsins, Stöðvarfirði og Mjóafirði. Á báðum stöðum er lítið atvinnustarfsemi. Það hlýtur að vera metnaður bæjarstjórnar að reyna að efla staðina.

-Umhverfismál. Vel hefur tekist til að mínu mati með snyrtingu bæjarkjarnana en betur má ef duga skal.

Svo verða samgöngumál örugglega í umræðunni. Þar eru allir sammála en áfram verður að þrýsta á að framkvæmdir hefjist við Norðfjarðargöng.

Margt annað verður rætt en eitt að lokum:

Mér finnst leiðinlegt að framboðin bjóði ekki fram bæjarstjóraefni. Fjarðalistinn hefur að vísu skýrt sitt mál en aðrir þaga þunnu hljóði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Ánægjulegt að þú skulir send frá þér nokkrar línur í aðdraganda kosninganna. Mér finnst Andlitsbókin ekki vera að gera sig. Bloggið miklu betra. Þú manst að ég spurði um það á þeim eina fundi sem ég hef mætt á hjá Fjarðalistanum af hverju ekki væri boðið fram bæjarstjóraefni. Það fengust lítil sem engin svör nema frá Ásbirni G á Eskifirði sem vill láta auglýsa eftir bæjarstjóra. Ég hefði haldið að sterkasti leikurinn í stöðunni núna væri að bjóða fram bæjarstjóraefni. Við vitum að það fer eftir samsetningu bæjarstjórnarinnar hvað verður gert, en umfram allt ekki leita langt yfir skammt. Ég sagði í grein í Austurglugganum að Rokkarnir væru þagnaðir, það sýnist mér eig mjög vel við um frænda minn, Jón Björn, sem var heitt í hamsi þegar bæjarskrifstofunni hér var lokað. Ég hef gefið það út að ég muni kjósa Fjarðalistann en get ekki sagt að ég sé ánægð með marga einstaklinga sem hann skipa. Ég vil Einar Má Sigurðarson sem bæjarstjóra, hann þekki alla innviði sveitarfélagsins, menn og málefni. Ekki sækja vatnaið yfir lækinn.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 14.5.2010 kl. 16:31

2 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Sæl Elma. Að venju erum við sammála.

Ég bíð eftir því að Jón Björn setji fram stefnu sína er varðar stjórnsýsluna. Dreifð stjórnsýsla sagði hann og ég er sammála... það eru hins vegar ekki allir samherjar hans og spurning hver ræður stefnunni :-) Jón Björn er góður vinur minn og ég treysti honum. Kveðja yfir lækinn.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 14.5.2010 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband