Færsluflokkur: Samgöngur
Flugið
3.10.2008 | 10:49
Hvernig stendur á því að það eru 7 verðflokkar í innanlandsflugi þegar 3 ódýrustu eru aldrei í boði?
Brottför | Koma | Flugtími | Flugnr | Flugvél | Forgangur skilmálar | Ferðasæti skilmálar | Sparsæti skilmálar | Bónussæti skilmálar | Netfargjald skilmálar | Nettilboð skilmálar | Sértilboð skilmálar |
09:25 | 10:25 | 1:00 | NY-327 | F50 | 14.640 kr. | 12.630 kr. | 10.960 kr. | Ekkert laust | Ekkert laust | Ekkert laust | Ekkert laust |
12:25 | 13:25 | 1:00 | NY-333 | F50 | 14.640 kr. | 12.630 kr. | 10.960 kr. | Ekkert laust | Ekkert laust | Ekkert laust | Ekkert laust |
15:25 | 16:25 | 1:00 | NY-337 | F50 | 14.640 kr. | 12.630 kr. | Ekkert laust | Ekkert laust | Ekkert laust | Ekkert laust | Ekkert laust |
17:25 | 18:25 | 1:00 | NY-347 | F50 | 14.640 kr. | 12.630 kr. | Ekkert laust | Ekkert laust | Ekkert laust | Ekkert laust | Ekkert laust |
20:25 | 21:25 | 1:00 | NY-357 | F50 | 14.640 kr. | 12.630 kr. | 10.960 kr. | 9.940 kr. | Ekkert laust | Ekkert laust | Ekkert laust |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Meira um Samgöng
1.10.2008 | 09:34
Ég bara held, og lái mér hver sem vill, að Seyðisfirði væri betur borgið með tengingu við Norðfjörð (og þar sem Esk, Rey og...) Vegna þess:
-Göng frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar og til Norðfjarðar eru styttri en göng undir Fjarðarheiði. Þar munar a.m.k. 2 kílómetrum
-Seyðisfjörður og Norðfjörður verða ekki lengur endastöðvar-Atvinnusvæði fjarðanna er mun stærra og fjölbreyttara en svæðið á Héraði. Þar eru meðallaun líka hærri.
-Hugsanlega er önnur tenging á milli Héraðs og fjarða hagstæðari fjöldanum en göng undir Fjarðarheiði
-Ferðamenn hafa mun meiri fjölbreytni og áhugaverðara svæði að skoða á fjörðum en á Héraði (umdeilanlegt, en mín skoðun)-Ferðamenn sem koma með Norrænu hafa fleiri leiðir til og frá ferju. Hver segir að að allir kjósi að allir kjósa að fara beint í Egilsstaði ef þeir hafa val?-Verslun og þjónustu væri betur borgið á Seyðisfirði því Seyðisfjörður væri ekki endastöð.
-Samvinna í sjávarútvegi yrði auðveldari og gæfi möguleika á uppbyggingu á Seyðisfirði. Útflutningur á sjávarafurðu með ferjunni yrði samkeppnishæfari. Þar með siglingar allan ársins hring
-Menningarlega eiga Seyðfirðingar samleið með Fjarðamönnum. Það er staðreynd.
Um allt þetta má þrefa en ég ætla ekki að láta saka mig um að halda kjafti þegar ég hef skoðun. Það eru nógu margir í þeim pakka að sýna svo mikla tillitssemi að stór mál eru ekki rædd. Þetta með Bónus var grín en öllu gamni fylgir einhver alvara. Ég ætlaði ekki að móðga neinn. En það er móðgun að saka mig um vanþekkingu á aðstöðu Seyðfirðinga. Halló! Ég bý á Norðfirði!Samgöngur | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Samgöng eða Bónus?
25.9.2008 | 11:13
Sælt veri fólkið!
Eins og menn vita hef ég stutt Samgöng og lét meira að segja hafa eftir mér að það mættir fresta Norðfjarðargöngum ef það væri tryggt að við fengjum göng alla leið. Esk-Nesk-Mjóifj-Seyðis og svo tengingu á hagkvæmum stað upp í Hérað. Ekki endilega undir Fjarðarheiði.
Seyðfirðingar hafa verið manna harðastir og að þeirra frumkvæði unnu bæjarstjórar okkar Fjarðabyggðar, Héraðs og Seyðisfjarðar saman að þessari hugmynd. Með Samgöngum tengdust Seyðfirðingar okkur, fjórðungssjúkrahúsi, verkmenntaskóla, álverinu og miðsvæði Austurlands þar sem mikil uppbygging er og vantar vinnuafl. Ég hlakkaði til að komast til Seyðisfjarðar (jafnvel sameinast þeim) Þeir eru nefnilega glettilega líkir Norðfirðingum, sem tónlistar- og menningarlíf sannar. Með samgöngum gæfist okkur kostur á að njóta alls þess besta er Seyðisfjörður býður upp á, svo við tölum ekki um Mjóafjörð, perluna okkar.
Seyðisfjörður er endastöð, Neskaupstaður líka. Samgöng hefðu breytt því.
Nú hefur bæjarstjórn Seyðisfjarðar ályktað og ég verð að segja að ég er súr.
Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir að leita allra leiða til að gerð verði jarðgöng á milli Seyðisfjarðar og Héraðs.
Ég man ekki betur en að ég og mínir félagar höfum verið sakaðir um að eyðileggja samstöðuna um Samgöng. Margur heldur mig sig.
Af hverju álykta Seyðfirðingar ekki um göng til Mjóafjarðar og Neskaupstaðar? (Norðfjarðargöng eru jú staðreynd) og þau 2 göng eru styttri en göng til Héraðs frá Seyðisfirði (Ef ég man rétt)?
Seyðfirðingum liggur kannski á í flug?
Tekið skal fram að þessi grein endurspeglar mína skoðun, ekki endilega bæjarstjórn Fjarðabyggðar. GRG