Styttist í lygahelgina miklu

Alltaf gaman um verslunarmannahelgina. Það er orðið lenska... og hefur verið lengi að ljúga til um fjölda hátíðargesta á svona hátíðum. Afhverju dettur engum rannsóknarblaðamanni í hug að biðja um virðisaukauppgjör fyrir þjóðhátíð? Hver miði er virðisaukaskattskyldur og því á að vera hægt að finna út nákvæmlega hversu margir borga sig inn. Sagan segir að seldir miðar + fjöldi íbúa í Vestmannaeyjum sé oftar en ekki talan sem fer í fjölmiðla. Skrýtið, jafnvel skrítið!

Svo eru það allar bæjarhátíðirnar þar sem ekki er selt inn. Oftast er ógerningur að giska á fjölda, t.d. heima á Neistaflugi, www.neistaflug.is Fjöldinn rokkar jafnvel um fleiri hundruð á milli klukkutíma. Margir koma bara til að dvelja yfir dagspart eða eitt kvöld. Sem betur fer gista þó margir.

Ég hef oft sagt það að forsvarsmenn hátíða eru allir með nefið hans Gosa.

Gaman væri að taka loftmynd af Dalvík á fiskideginum mikla og telja bílana... og jafnvel hjólhýsin. Nota svo einfalda reglu, t.d. 3 í bíl, eða jafnvel 4. Skyldi maður virkilega fá út 15.000 manns? Eða voru 25.000 manns síðast?

Svo eru til teljarar, bæði mennskir og ómennskir.

Annars er mér sama þó allir ljúgi um tölur. Allavega þessar tölur. Það eru þegjandi samþykki fyrir því að allir ýki, svona eins og Skriðjöklar um fjölda á dansleikjum, alltaf tæplega þúsund manns:-)

Mikið væri nú gaman ef Jöklarnir kæmu saman og jafnvel Ellen og kannski SKLF?

Alltaf jafn sorglegt að koma í Atlavík og sjá ekkert svið. Afhverju var þetta svið ekki friðað? Eina sviðið á landinu sem Ringo Starr kom fram á. Svei! Hvar voru Saving Iceland þegar þetta hryðjuverk var framið á íslenskri menningarsögu?


mbl.is Búist við fleirum á þjóðhátíð en í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í guðana bænum og hættu þessu röfli og drífðu þig á þjóðhátíð maður.

Maður verður að upplifa þessa stemningu, hún er æðisleg. Þó það sé 1-2 þúsund manns til eða frá.

Hátíðin er jafn góð fyrir því

ÞJÓÐHÁTÍÐ 2008 ÚJE... 

Begga (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 10:35

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Hvað er SKLF??

Oooohhh, ég á ljúfar minningar um Atlavík 1985...uss...eins gott að dóttir mín heyri það ekki...er ekki alveg viss um að hún fái að fara á útihátíð eftir 2 ár...

Sjáumst á Neistaflugi 2008!!! 

SigrúnSveitó, 25.7.2008 kl. 10:50

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Atlavík um versló - Stuðkompaníið, Sú Ellen, Jöklarnir, Jójó, Greifarnir og Sniglabandið með Stebba Hilmars...

Saga af Jöklunum:

Spyrjandi: Hvað voru margir á ballinu?

Skriðjökull: Þúsund.

Spyrjandi: Ha, ég frétti það hefði verið tómt!

Skriðjökull: Fyrirgefðu, varstu ekki að spyrja um miðaverð?

Ingvar Valgeirsson, 25.7.2008 kl. 10:59

4 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Þú segir nokk. Kannski er þjóðhátið málið?

SKLF var Samkór lögreglufélagsins. Pönkhljómsveit skipuð Tryggva Herberts söngvara (núverandi bankamaður og bjarvættur lýðveldisins) Jón Skuggi á bassa, Maggi Bjarka og Kiddi Harðar á trommur og Ingvar lundberg á hljómborð. Frábær sveit og sérstök. Tveir trommuleikarar, báðir með sett, bassaleikari og hljómborð. Engin gítar. Samt spilaði Eddi Lár með þeim einhvern tímann.

Margar góðar sögur af Jöklunum.

Tihí Atlavík er málið. Endurbyggjum sviðið!

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 25.7.2008 kl. 11:41

5 identicon

Eddi Lár spilaði heilt sumar eða svo með S.K.L.F. og fór með í hina frægu Færeyjarferð sumarið '83 en það er nú önnur saga.Endurvekjum Atlavíkurhátíðirnar og fáum Jöklana til að selja miða inn á svæðið!!!

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 12:54

6 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Þið eruð frábær, auðsitað er Atlavík málið. Var einu sinni að selja inn á svæðið og meðal annars var spurt hvort áfengi væri í bifreiðinni. Nei, sagði ökumaðurinn sem var með son sinn á fermingaraldri með sér. O.K. sagði ég og um leið og bíllinn kagði af stað heyrði eg að strákurinn sagði: við hefðum ekki þurft að taka spjöldin úr hurðunum!

Já Hertogi auðvitað eru Færeyjaferðin önnur saga!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 25.7.2008 kl. 13:45

7 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Svo er það sagan af Seyðfirðingunum sem komu viku fyrir Atlavík til að grafa brennivínið. Þegar þeir komu svo á hátíðina þá var búið að byggja pall yfir felustaðinn!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 25.7.2008 kl. 13:46

8 identicon

Nýjí efnahagsráðgjafinn tók sig til og setti allt brennivínið í tvo svona 50 kg mjölpoka sem voru notaðir í denn í bræðslunni og labbaði með þá uppí fjall,kom niður þegar við vorum komnir framhjá Kúdda löggu á öðrum stað og þaðan bara beina leið niður í víkina.Ekki svo galið hjá honum,við sem komum með vorum of drukknir til þess að taka svona stóran hring á okkur.

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 16:32

9 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Gaman að þessu, það er nú eitt band á þjóðhátíðinni núna sem slær Skriðjöklana út í lygasögum - alltaf uppselt!

Já auðvitað átti að friða Atlavíkursviðið, af hverju í fjandanum hugsaði enginn útí það á sínum tíma! Hvað var Bítlavinafélagið t.d. að hugsa? 

Heimir Eyvindarson, 25.7.2008 kl. 23:27

10 Smámynd: Sverrir Þorleifsson

hér á Dalvík er reiknað með 3 í bíl held ég alveg örugglega á fiskidaginn og útkman verður alltaf fleiri en í fyrra tæp 40.000 kvikindi komu síðast á svæðið og það þarf ekkert að selja neina miða hér, bara gaman!

Sverrir Þorleifsson, 26.7.2008 kl. 00:16

11 identicon

Gott að koma til Dalvíkur og þurfa ekkert að borga fyrir fiskinn sem ég veiði,allt frítt,er það ekki Sverrir?

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 02:49

12 Smámynd: Sverrir Þorleifsson

jú það er allt frítt á hátíðarsvæðinu frá 11-17, fólk er samt eitthvað að misskilja það og heldur að það sé líka frítt að versla í ríkinu og samkaupum og að það sé frítt í sund.

Sverrir Þorleifsson, 26.7.2008 kl. 09:23

13 identicon

Ég er að hugsa um að skella mér norður og fá mér nokkra þorskhnakka fyrst frystihúsið og skipin eru stopp núna.Hverjir verða að spila þarna? Sú Ellen kannski? Kem ekki nema þeir taki eitt almennilegt gigg,alltof langt síðan þeir hafa stigið á stokk.Hvað segir þú um þetta Gummi?

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 12:47

14 identicon

Skellum okkur á "Innipúkann"!

Dvergur (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband